Hver við ERUM?
Okkar Markmið
Okkar markmið er að hjálpa öllum þeim sem vilja sjá um sitt bókhald og ársreikning sjálfir með lágmarkskostnaði –
Eða komdu með bókhaldið til okkar og við sjáum um það fyrir þig
Gerum‘etta saman
María er stofnandi skólans. Hún hefur kennt bókhald og skyld fög í aldafjórðung um þessar mundir. Hún hefur mikla reynslu í að starfa með fólki sem hefur áhuga á að vinna við; skilja og/eða færa sitt eigið bókhald.
María hefur áralanga reynslu í að vinna við bókhald og uppgjör. Fyrirtækin sem hún hefur unnið í bókhaldi hjá eru t.d. Eimskip, Ernst & Young endurskoðunarstofa, Blikksmiðjan Grettir, Landsbankinn og margir smærri aðilar.

Vitnisburður nemenda
Ég tók námskeið í bókhaldi hjá Maríu Óskardóttur fyrir nokkrum árum. Námskeiðið hefur reynst mér einkar vel bæði við eigin fyrirtækjarekstur sem og í vinna fyrir aðra í ráðgjöf ýmis konar. Ég mæli eindregið með námskeiðinu og Maríu sem kennara.
Dr. Jón Örvar G. Jónsson
Umhverfisráðgjafi og eigandi Bone & Marrow
Vitnisburður nemenda
María Óskarsdóttir var kennari minn í Bókaranám – fyrir lengra komna 2017. María hafði góða nærveru, róleg en ákveðin. Hún hafði gott lag á að koma mér í skilning um skref og ferla bókhalds. María var stundvís og hélt áætlun, vel skipulögð og undirbúin fyrir hvern tíma. Ég óska Maríu velfarnaðar með nýtt fyrirtæki.
Svala Sigurgeirsdóttir
Býflugnabóndi
Vitnisburður nemenda
Ég fór á námskeið hjá Maríu haustið 2015 í almennu tölvunámi Word og excel.
Kennsluhættirnir voru mjög góðir að mínu mati og námsefnið sett fram á auðskiljanlegan máta.
Þetta námskeið hefur reynst mér vel í mínu starfi og var mjög góður grunnur að byggja á.
Björn Sæbjörnsson
Sölu og Verslunarstjóri
Verslunin Brynja
Ég tók bókhaldsnámskeið fyrir lengra komna þar sem María var kennarinn og fannst mér hún skýr og koma efninu vel frá sér þrátt fyrir að nýbúið var að skipta um bókhaldskerfi. Ég fékk það út úr námskeiðinu sem væntingar mínar stóðu til. Mæli hiklaust með Maríu ekki spurning.
Guðbjörg Ingibergsdóttir
Verktaki við heilsuráðgjöf og bókhald