Bókhaldsþjónusta

Vantar aðstoð við bókhaldið

Við bjóðum upp á bókhaldsþjónustu, þægileg samskipti og í persónu eða yfir netið

 

Bókhald:

Vantar þig aðstoð við bókhald?

Við sjáum um daglegar færslur, skil á virðisauka, afstemmingar og fleira

VSK-skil:

Sendu okkur nóturnar og við skilum inn skýrslunni fyrir þig á réttum tíma

Laun:

Vantar aðstoð við útreikning á launum, skila á staðgreiðslu og skilagreinum til lífeyrissjóða og stéttarfélaga, hafðu samband og við aðstoðum þig við málið.

Reikningagerð:

Við getum aðstoðað þig að gefa út og senda reikninga, útbúa greiðsluseðla í heimabanka og séð um innheimtu

Ársreikningar:

Við stillum upp ársreikningi fyrir þig hvort sem er fyrir lögaðila eða reksturinn á þinni kennitölu

Skattframtöl:

við gerum skattframtöl hvort sem er fyrir einstaklinga eða fyrirtæki

 

 

 

Sendu okkur póst

HVAÐ NEMENDUR OKKAR HAFA AÐ SEGJA

Ég tók námskeið í bókhaldi hjá Maríu Óskardóttur fyrir nokkrum árum. Námskeiðið hefur reynst mér einkar vel bæði við eigin fyrirtækjarekstur sem og í vinna fyrir aðra í ráðgjöf ýmis konar. Ég mæli eindregið með námskeiðinu og Maríu sem kennara.
Dr. Jón Örvar G. Jónsson
Umhverfisráðgjafi og eigandi Bone & Marrow
María Óskarsdóttir var kennari minn í Bókaranám - fyrir lengra komna 2017. María hafði góða nærveru, róleg en ákveðin. Hún hafði gott lag á að koma mér í skilning um skref og ferla bókhalds. María var stundvís og hélt áætlun, vel skipulögð og undirbúin fyrir hvern tíma. Ég óska Maríu velfarnaðar með nýtt fyrirtæki. .
Svala Sigurgeirsdóttir
Býflugnabóndi
Ég fór á námskeið hjá Maríu haustið 2015 í almennu tölvunámi Word og excel. Kennsluhættirnir voru mjög góðir að mínu mati og námsefnið sett fram á auðskiljanlegan máta. Þetta námskeið hefur reynst mér vel í mínu starfi og var mjög góður grunnur að byggja á.
Björn Sæbjörnsson
Sölu og Verslunarstjóri, Verslunin Brynja

Ég tók bókhaldsnámskeið fyrir lengra komna þar sem María var kennarinn og fannst mér hún skýr og koma efninu vel frá sér þrátt fyrir að nýbúið var að skipta um bókhaldskerfi. Ég fékk það út úr námskeiðinu sem væntingar mínar stóðu til. Mæli hiklaust með Maríu ekki spurning.

Guðbjörg Ingibergsdóttir
Verktaki við heilsuráðgjöf og bókhald