Námsbrautir

Bókari í mínu fyrirtæki

Með námskeiðinu “Bókari í mínu fyrirtæki” er markmiðið að verða sjálstæður í eigin bókhaldi fyrir daglegar færslur, útreikningi á virðisauka og vask skýrslan.
Við hefjum námið á léttri upprifjun í excel og prósentureikningi sem við munum síðan nýta í bókhaldshlutanum.  Að lokum gerum við virðisauka skýrslu.
Einstaklingar hafa kost á því að koma með hluta af eigin bókhaldi sem við munum setjast yfir í sameiningu og gera vsk skýrslu.

Skráning Bókari hér

Ársuppgjör fyrir reksturinn minn

Á námsbrautinni “Ársuppgjör fyrir reksturinn minn” byrjum við á því að vinna með flóknari færslur í bókhaldi og förum síðan í að gera upp fyrirtæki þannig að úr verði ársreikningur. Í lok námskeiðsins munum við rýna í eigið uppgjör, annað hvort síðasta uppgjör eða stilla upp uppgjöru.

Námsbrautin hugsuð í framhaldi af námskeiðunu “Bókari í mínu fyrirtæki”.

Skráning Ársuppgjör hér

Skattframtal fyrir reksturinn minn

Skattframtal fyrir reksturinn þinn er hugsað í framhaldi af námsbrautinni “Ársuppgjör fyrir reksturinn minn“.  Við munum skoða mismunandi rekstrarform, helstu lög og reglur sem tengjast skattamálum og gera raunhæf verkefni.

Skráning á Skattanámskeið hér

HVAÐ NEMENDUR OKKAR HAFA AÐ SEGJA

Ég tók námskeið í bókhaldi hjá Maríu Óskardóttur fyrir nokkrum árum. Námskeiðið hefur reynst mér einkar vel bæði við eigin fyrirtækjarekstur sem og í vinna fyrir aðra í ráðgjöf ýmis konar. Ég mæli eindregið með námskeiðinu og Maríu sem kennara.
Dr. Jón Örvar G. Jónsson
Umhverfisráðgjafi og eigandi Bone & Marrow
María Óskarsdóttir var kennari minn í Bókaranám - fyrir lengra komna 2017. María hafði góða nærveru, róleg en ákveðin. Hún hafði gott lag á að koma mér í skilning um skref og ferla bókhalds. María var stundvís og hélt áætlun, vel skipulögð og undirbúin fyrir hvern tíma. Ég óska Maríu velfarnaðar með nýtt fyrirtæki. .
Svala Sigurgeirsdóttir
Býflugnabóndi
Ég fór á námskeið hjá Maríu haustið 2015 í almennu tölvunámi Word og excel. Kennsluhættirnir voru mjög góðir að mínu mati og námsefnið sett fram á auðskiljanlegan máta. Þetta námskeið hefur reynst mér vel í mínu starfi og var mjög góður grunnur að byggja á.
Björn Sæbjörnsson
Sölu og Verslunarstjóri, Verslunin Brynja