Námskeið

Komdu með í ævintýrið og gerum'etta saman

Smelltu þér á námskeið og skráðu þig hér að neðan

Excel námskeið – Þér eruð allir vegir færir

Excel námskeiðið er frábært til að koma sér af stað í excel, hvort sem er í fyrirtækjarekstrinum eða fyrir heimilisþarfir.  Við förum í helstu aðgerðir og reiknum saman raunhæf verkefni.

Skráning á Excel hér

Launaútreikningur fyrir þinn rekstur

Launaútreikningur er námskeið sem allir ættu að fara á sem eru að reikna laun fyrir sig eða starfsfólk.  Við reiknum laun og skoðum helstu frádráttaliði ofl.

Skráning Launanámskeið hér

Gerum upp vaskinn okkar saman

Námskeiðið er fyrir þá sem eru nú þegar að greiða virðisaukaskatt en vilja gera sínar eigin skýrslur sjálfir.  Við munum aðstoða við eigið bókhald. 

Námskeiðið er hugsað í framhaldi af námskeiðunu “Bókari í mínu fyrirtæki”.

Skráning á Virðisaukaskattnámskeið hér

Tölvubókhald

Tölvubókhald er fyrir þá sem eru með grunn í handfærðu bókhaldi en vantar aðeins uppá til að drifa sig í að færa sitt eigið bókhald. Komtu með og við gerum þetta saman.

Skráning á Tölvubókhald hér

HVAÐ NEMENDUR OKKAR HAFA AÐ SEGJA

Ég tók námskeið í bókhaldi hjá Maríu Óskardóttur fyrir nokkrum árum. Námskeiðið hefur reynst mér einkar vel bæði við eigin fyrirtækjarekstur sem og í vinna fyrir aðra í ráðgjöf ýmis konar. Ég mæli eindregið með námskeiðinu og Maríu sem kennara.
Dr. Jón Örvar G. Jónsson
Umhverfisráðgjafi og eigandi Bone & Marrow
María Óskarsdóttir var kennari minn í Bókaranám - fyrir lengra komna 2017. María hafði góða nærveru, róleg en ákveðin. Hún hafði gott lag á að koma mér í skilning um skref og ferla bókhalds. María var stundvís og hélt áætlun, vel skipulögð og undirbúin fyrir hvern tíma. Ég óska Maríu velfarnaðar með nýtt fyrirtæki. .
Svala Sigurgeirsdóttir
Býflugnabóndi
Ég fór á námskeið hjá Maríu haustið 2015 í almennu tölvunámi Word og excel. Kennsluhættirnir voru mjög góðir að mínu mati og námsefnið sett fram á auðskiljanlegan máta. Þetta námskeið hefur reynst mér vel í mínu starfi og var mjög góður grunnur að byggja á.
Björn Sæbjörnsson
Sölu og Verslunarstjóri, Verslunin Brynja